
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Matreiðslumaður í miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Matreiðslumaður í Reykjanesbæ
Skólamatur ehf óskar eftir að ráða matreiðslumann í teymið sitt með frábæru fagfólki í miðlægt eldhús sitt í Reykjanesbæ.
Vinnutíminn er frá kl. 6:00 til 15:00 alla virka daga.
Starfið fellst í undirbúningi, framleiðslu og eldun á skólamáltíðum fyrir leik- og grunnskóla ásamt frágangi og öðrum tilfallandi verkefnum í eldhúsi.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Sveinspróf í matreiðslu eða sambærileg reynsla og/eða menntun
· Reynsla af sambærilegu starfi kostur
· Brennandi ástríða fyrir mat og matargerð
· Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
· Vinnufatnaður.
· Íþróttastyrkur.
· Samgöngustyrkur.
· Fjölskylduvænn vinnustaður.
Advertisement published31. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PositivityHuman relationsCookIndependencePunctualFlexibility
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Óskum eftir aðstoðarmanni í eldhús / aðstoðarmatráð
Hjallastefnan

Aðstoð í mötuneyti
Isavia ANS

Sumarstarf í framleiðslueldhús
Eir hjúkrunarheimili

Chef & kitchen assistant-Ásbrú Reykjanesbæ
Public deli ehf.

Pizzabakari Óskast !
Rossopomodoro

Ice cave bistro - GREAT FOR COUPLE/TWO FRIENDS
KEIF ehf.

Vaktstjóri Subway Selfossi - Shift leader Subway Selfoss
Subway

Framleiðslustjóri
Í einum grænum ehf

20+ KFC Grafarholti
KFC

Aðstoðarmatráður í leikskólann Grænatún
Grænatún

Aðstoðarmatráður óskast
Helgafellsskóli

Sumarstarf í mötuneyti á Litla-Hrauni
Fangelsismálastofnun