Reykjavik Geothermal
Reykjavik Geothermal

Tæknistjóri (CTO)

Spennandi tækifæri í ört vaxandi grænu orkufyrirtæki

Vegna mikilla umsvifa leitum við að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í teymið okkar og hóp sérfræðinga.

Tæknistjóri (CTO) leiðir jarðvísinda- og verkfræðiteymi fyrirtækisins, mótar tæknilega stefnu þess og tryggir að fyrirtækið haldi áfram að vera í fremstu röð á sviði jarðvarma. Hann ber ábyrgð á þróun og innleiðingu tæknilausna í þróunar- og ráðgjafaverkefnum, auk rannsókna og nýsköpunar. Mikilvægt er að tæknistjórinn hafi yfirgripsmikla þekkingu á jarðhita og innleiðingu orkuverkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta framtíðarsýn jarðvísinda- og verkfræðiteymis fyrirtækisins í takt við hraðan vöxt þess og leiða uppbyggingu teymisins.
  • Stýra þróunar- og ráðgjafaverkefnum í samstarfi við verkefnastjóra og tryggja að öll vinna uppfylli gæðakröfur
  • Tryggja að fyrirtækið haldi í við tækniþróun í jarðhitageiranum, sem og ýtrustu kröfur um sjálfbærni og umhverfisvernd.
  • Leiða þverfaglegt teymi sérfræðinga sem starfa í mismunandi heimsálfum.
  • Vinna náið með stjórnendum, fjárfestum, og öðrum lykilaðilum í stefnumótun og framtíðarsýn.
  • Tryggja að starfsemi fyrirtækisins samræmist helstu stöðlum og reglugerðum á mismunandi mörkuðum.
  • Þróa og innleiða stafrænar lausnir og gagnadrifna nálgun í þróun og uppbyggingu jarðvarmavirkjana.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í verkfræði, jarðvísindum eða skyldum greinum.
  • Reynsla af stjórnun á tæknisviði, sérstaklega í orku- eða jarðvarmatengdum verkefnum.
  • Yfirgripsmikil þekking á rannsóknum, þróun og innleiðingu á jarðvarmatækni.
  • Leiðtogahæfni og reynsla af því að stjórna teymum í alþjóðlegu umhverfi.
  • Færni í að greina og innleiða nýjar tæknilausnir fyrir sjálfbæra orkuvinnslu.
  • Framúrskarandi samskipta- og samningahæfni í samskiptum við fjölbreytta hagsmunaaðila.
  • Þekking á sjálfbærnimarkmiðum og alþjóðlegum umhverfisreglugerðum.
Advertisement published26. March 2025
Application deadline6. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Optional
Very good
Location
Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags