
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
Langar þig að stuðla að uppbyggingu í samfélaginu? Við leitum að metnaðarfullum verkfræðingi, tæknifræðingi eða byggingafræðingi til starfa til við verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirlit og framkvæmdaráðgjöf vegna húsbygginga og annarra byggingarframkvæmda.
Um starfið
Sem sérfræðingur á sviði verkefnastjórnunar byggingarframkvæmda munt þú vinna við:
- Verkefnastjórnun: Undirbúning og stjórnum byggingarframkvæmda.
- Framkvæmdaeftirlit: Eftirlit með verklegum framkvæmdum, eftirfylgni með áætlunum, úttektir á verkstað o.fl.
- Áætlanagerð: Gerð kostnaðaráætlana, líftímakostnaðargreininga (LCC), lífsferilsgreininga (LCA), orkuútreikninga, endurnotkunaráætlana o.fl.
- Umhverfisvottanir: Úttektir, eftirfylgni, gerð skilagagna og önnur ráðgjöf vegna Svansvottunar.
- Byggingareðlisfræði og rakavarnir: Úttektir og tæknilegar úrlausnir vegna myglu- og rakavarna.
- Ýmis framkvæmdaráðgjöf og skýrslugerð: Þarfagreiningar, ástandsúttektir, viðhaldsáætlanir, gerð útboðsgagna, samningagerð o.m.fl.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði. Sveinspróf eða iðnmenntun á sviði húsbygginga er kostur.
- Reynsla: Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg, en ekki skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Samskipahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Advertisement published21. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Construction engineerIndustrial technicianTechnologistEngineer
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Bakenda forritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

Leitum að einstakling með reynslu af sölu og samningagerð
Ísfell

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Sérfræðingur í áhættustjórnun
Kerecis

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin

Sérfræðingur í kerstýringum
Rio Tinto á Íslandi

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte