
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Simans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn leitar að öflugum sérfræðingi í Upplýsingagreindarteymi fyrirtækisins. Gagnaforritari hannar, þróar og viðheldur gagnainnviðum. Viðkomandi vinnur gögn á þann hátt að þau styðji við ákvarðanatöku Símans og tryggir afköst og áreiðanleika afurða. Auk þess að vinna með hagaðilum til að skilja, greina og innleiða kröfur þeirra varðandi nýtingu gagna.
Í Upplýsingagreind vinnur hópur sérfræðinga sem sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa m.a. að þróun og rekstri vöruhúss gagna, þróun gagnalíkana, gerð mælaborða og skýrslna. Þótt megin hlutverkið sé á gagnainnviði þarf viðkomandi að geta stokkið í önnur tilfallandi verkefni innan teymisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og rekstur vöruhúss gagna og gagnaumhverfis
- Uppsetning og hönnun á gagnalóni (e. Datalake/Datalakehouse)
- Framsetning og túlkun upplýsinga til endanotenda
- Þátttaka í mótun og innleiðingu á gagnaframtíð Símans
- Þátttaka í þróunarteymi og samvinna við aðrar einingar Símans
- Stöðugar umbætur í rekstri, prófunum, eftirliti og gæðaferlum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunarfræði eða verkfræði
- Þekking og reynsla af SQL gagnagrunnum (PostgreSQL, MSSQL)
- Kunnátta í Python eða sambærilegu forritunarmáli
- Þekking og reynsla af Azure skýjaumhverfi er kostur
- Þekking og reynsla á ETL vinnslum
- Reynsla af uppbyggingu viðskiptagreindar og vöruhúss er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í verkefnum
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Áhugi á skipulagi, gögnum og gagnagæðum sem og góð greiningarhæfni
- Jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Advertisement published21. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills

Required
Location
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
AzureProactiveData analysisHuman relationsAmbitionPython
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Bakenda forritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova

Séní í kerfisrekstri
Nova

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

CRM Manager
Key to Iceland

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Sérfræðingur í áhættustjórnun
Kerecis

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin