Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Gæðasérfræðingur

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í fullt starf. Ef þú brennur fyrir gæðamálum og vinnur vel í hóp - þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi mun bera ábyrgð á innleiðingu ISO 14001 staðalsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á gæðastjórnunarkerfum og innleiðingu á slíkum kerfum. Við leitum að metnaðarfullum einstakling sem hefur brennandi áhuga á gæðamálum.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppfærsla og viðhald á ferlum gæðakerfis.
  • Skjölun, skjalayfirferð og almenn vinnsla eftir ferlum gæðakerfis.
  • Þátttaka í innleiðingu staðla og reglugerða.
  • Undirbúningur fyrir og þátttaka í úttektum.
  • Úttekt á forsteyptum einingum fyrir  og eftir framleiðslu.
  • Skoðun á búnaði fyrir forsteyptar einingar.
  • Aðstoða tæknideild við rýni á framleiðsluteikningum.
  • Rannsaka efniseiningar áður, á meðan og eftir á steypu stendur.
  • Tilkynna ef eitthvað er ekki í samræmi við gæðastaðla.
  • Ýmis tilfallandi verkefni innan gæðasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af vinnu við gæðakerfi (t.d. ISO 14001 eða 9001)
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í starfi.
  • Þekking og/eða reynsla af gæðamálum.
  • Geta til þess að lesa teikningar.
  • Reynsla úr byggingariðnaði.
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Sjálfstæði, frumkvæði og jákvætt viðhorf í starfi.
  • Góð kunnátta á ensku og íslensku. 
  • Góð kunnátta á pólsku er kostur en ekki nauðsyn.
Fríðindi í starfi
  • Námskeið og fræðsla
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Hádegismatur
  • Fjölbreytt verkefni
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
Advertisement published5. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags