
GreenFish
GreenFish var stofnað árið 2023 og sérhæfir sig í þróun gervigreindarlíkana fyrir sjávarútveg. Félagið er með skrifstofur á Íslandi og í Danmörku og hefur hlotið ýmis nýsköpunarverðlaun fyrir tækni sína.
GreenFish veitir notendum aðgang að nákvæmum spám um staðsetningu, magn, gæði og samsetningu sjávarafla allt að átta dögum fram í tímann.

Sumarstarf - GreenFish Developer
Ertu að útskrifast eða í námi? Við hjá GreenFish auglýsum eftir metnaðarfullu fólki sem er í leit að einstöku tækifæri til að vinna með gervigreind á ofurtölvu og hafa raunveruleg áhrif á þróun tæknilausna fyrir sjávarútveg framtíðarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun vefforrita með React og Next.js
- Uppbyggingu og viðhald bakendakerfa og API
- Samstarf við gervigreindarteymi til að samþætta spálíkön við framenda
- Vinna með gervihnattargögn
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í gervigreind en við leitum að forriturum sem geta fljótt tileinkað sér nýja tækni. Það er hinsvegar ófrávíkjanleg krafa að umsækjandi sé skráður í háskólanám eða að útskrifast vorið 2025.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af React og Next.js
- Þekking á bakendaþróun og API (t.d. Node.js, gagnagrunnum o.fl.)
- Hæfni í að skrifa hreinan, viðhaldsvænan kóða
- Skilningur á hugbúnaðarhönnun og full-stack þróun
Einnig kostur:
- Reynsla af Python, gagnagreiningu eða landfræðilegum gögnum
- Þekking eða áhugi á gervigreind og vélanámi
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi
- Íþróttastyrkur
Advertisement published21. March 2025
Application deadline4. April 2025
Language skills

Optional

Required
Location
Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
Backend developmentArtificial intelligenceNodeJSReact
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Bakenda forritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova

Séní í kerfisrekstri
Nova

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

CRM Manager
Key to Iceland

Forritari hjá Rue de Net – fullt af tækifærum í skýinu! ☁️
Rue de Net

Öryggis- og net sérfræðingur
Arion banki

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Forritari hjá Rue de Net – Sumarstarf í skýinu! ☀️☁️
Rue de Net

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur