

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Við erum að leita að ráðgjafa með reynslu og áhuga á gögnum og greiningum til að ganga til liðs við Gagna- og viðskiptagreindarteymið okkar.
Það eru stór og spennandi verkefni framundan. Þú hjálpar viðskiptavinum okkar með uppsetningu á gagnaumhverfum og býrð til greiningar sem ýta undir gagnadrifnar ákvarðanir. Þú nýtur þess að vinna í teymi og mynda tengsl, bæði innanhúss sem og við viðskiptavini.
Um Deloitte
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 457.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu, þar af eru 360 á Íslandi.
- Við leitum að einstaklingi með sterkan tæknilegan bakgrunn og reynslu í sambærilegu starfi. Viðkomandi þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á gagnagreiningum, þróun gagnalíkana og framsetningu gagna.
- Viðkomandi ætti að vera fljótur að átta sig á viðskiptavirði (e. business value) og geta miðlað því á skýran og áhrifaríkan hátt.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og eiga auðvelt með að byggja traust sambönd við viðskiptavini.
- Áhugi á hagnýtingu gervigreindar (AI) til að bæta gagnagreiningarferla og skapa aukið virði fyrir viðskiptavini
- Hæfni til að greina og leysa flókin vandamál.
- Sterk rökfærni og hæfni til að miðla niðurstöðum á skýran og skilmerkilegan hátt.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Háskólamenntun á sviði raunvísinda, stærðfræði, verkfræði, tölfræði, tölvunarfræði, hugbúnaðarþróunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Vottorð (certificate) í tengdum tækni- eða gagnagreiningarsviðum er kostur.
- Kunnátta í SQL, Python eða öðrum gagnaforritunartungumálum
- Reynsla í viðskiptagreindartólum líkt og Power BI, Tableau, Looker er nauðsynleg
- Greining gagna, hönnun gagnalíkana og framsetning gagna
- Uppbygging vöruhúss gagna (e. data warehouse) eða gagnavatnahúss (e. data lakehouse)
- Reynsla í einhverju af: Microsoft Fabric, Databricks, Snowflake, Azure Synapse eða Azure Data Factory er kostur
- Reynsla af Agile vinnuaðferðum og Scrum er kostur
- Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat.
- Veglegur líkamsræktarstyrkur, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
- Aðbúnaður starfsfólks er til fyrirmyndar í nýjum höfuðstöðvum
- Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum
- Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur, fótbolti í hádeginu og leikjaherbergi svo eitthvað sé nefnt
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Daði Þórisson, Senior Consultant ([email protected]) og Olgeir Óskarsson, Senior Consultant ([email protected]).













