
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík frá árinu 1969 og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni

Sérfræðingur í kerstýringum
Viltu starfa í krefjandi og spennandi iðnaðarumhverfi þar sem nákvæmni, áreiðanleiki og tæknileg þróun eru í fyrirrúmi?
Rio Tinto á Íslandi leitar að sérfræðingi til að aðstoða við rekstur og þróun kerstýringakerfa fyrir kerskála í álverinu í Straumsvík.
Unnið er í nánu samstarfi við erlenda sérfræðinga. Um nýtt starf er að ræða sem hentar vel einstaklingi sem hefur gaman að því að læra, kynna sér legacy kerfi og færa inn í framtíðina.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þróun og rekstri hátæknikerfa í framleiðslu hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur, viðhald og þróun iðnstýringakerfa fyrir kerskála.
- Umsjón með forritun og stillingum á stjórnkerfum.
- Uppfærsla, fínstilling og bilanagreining á stjórnkerfum fyrir framleiðsluferlið.
- Umsjón með öryggi og áreiðanleika kerfisstýringar í takt við rekstrarkröfur.
- Samvinna við tækniteymi, viðhaldsaðila og framleiðsludeildir og greiningu og úrbætur.
- Þátttaka í þróunarverkefnum með áherslu á sjálfvirknivæðingu og hámörkun rekstrarskilvirkni.
- Skráning, skjalfesting og eftirfylgni með breytingum í stjórnkerfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði rafmagns-, tölvu-, iðnaðarverkfræði, eða sambærileg menntun.
- Almenn kunnátta í forritun, til dæmis í C eða C++
- Reynsla af iðnstýringum og forritun iðntölva kostur.
- Grunnþekking á gagnagrunnskerfum, netkerfum og samskiptareglum iðnstýringakerfa er æskileg.
- Hæfni í bilanagreiningu og lausnamiðaðri hugsun í rauntímakerfum.
- Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi.
- Þekking á Fortran og VMS-stýrikerfum er mikill kostur.
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti.
- Heilsustyrkur.
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
- Velferðartorg.
- Þátttaka í hlutabréfakaupum.
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Advertisement published21. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
CC++Human relationsIndependencePlanningEngineer
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Sérfræðingur í áhættustjórnun
Kerecis

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Sérfræðingur í hönnunareftirliti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Grænni byggð leitar að sumarstarfsmanni
Grænni byggð - Green Building Council Iceland

Sérfræðingur á sviði orkumála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið