Kerecis
Kerecis
Kerecis

Sérfræðingur í áhættustjórnun

Kerecis leitar að sérfræðingi í áhættustjórnun. Starfsmaðurinn heyrir undir skráningardeild. Starfsstöð er á Ísafirði eða Reykjavík.

Hefur þú roð við okkur?

Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja innvortis vef eftir skurðaðgerðir og slys.

Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og í Bandaríkjunum.

Sáraroðið Kerecis á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Áhættustjórnin í samræmi við ISO 14971, þar með talið áhættugreining, mat og eftirlit.  Safna saman þverfaglegu áhættuteymi, skipuleggja og leiða fundi áhættuteymis
  • Skrifa áhættustjórnunar áætlanir og skýrslur
  • Þróa, innleiða og viðhalda áhættustjórnunarferli
  • Taka þátt í  innri og ytri úttektum í tengslum við áhættustjórnun og markaðseftirlit
  • Fylgjast með og gefa skýrslu um áhættustjórnunaraðgerðir og lykilframmistöðuvísa
  • Útbúa áætlanir um eftirlit eftir markaðssetningu fyrir nýjar vörur og viðhalda eftirliti með vörum á markaði 
  • Tryggja að farið sé eftir viðeigandi reglugerðum og stöðlum á markaðssvæðum
  • Styðja við innsendingu nýrra markaðsumsókna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða á viðeigandi vísindasviði (verkfræði eða skylt svið)
  • 3-5 ára reynsla af áhættustjórnun (ISO 14971)
  • Skilningur á kröfum og aðferðarfræði eftirlits eftir markaðssetningu
  • Þekking á ISO 13485 og ISO 22442 er kostur
  • Góð samskiptahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
  • Nákvæmni og geta til að stjórna mörgum verkefnum samtímis
Advertisement published21. March 2025
Application deadline8. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Laugavegur 77, 101 Reykjavík
Sundstræti 38, 400 Ísafjörður
Type of work
Professions
Job Tags