
Sérfræðingur í hönnunareftirliti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins leitar að sérfræðingi til starfa við hönnunareftirlit og forvarnir á starfssvæði slökkviliðsins. Meginhluti starfsins felst í eftirliti með hönnun brunavarna í mannvikjum og á lóðum auk skráningar og gagnavinnu.
· Yfirferð hönnunargagna og umsagnir til byggingarfulltrúa um brunavarnir þeirra.
· Skráningar og gagnaöflun vegna vinnslumála.
· Samskipti við hönnuði, byggingafulltrúa og aðra málsaðila, bæði munnleg og skrifleg.
· Leiðsögn og stuðningur vegna brunavarna einstakra mannvirkja.
· Fagleg þróunarvinna á sviðinu.
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða byggingarfræði. Meistarapróf kostur.
· Reynsla af brunahönnun og vinnu með byggingarreglugerð.
· Góð færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í störfum
· Góð íslensku- og enskukunnátta, kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur.
Frítt aðgengi að World Class og sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu













