
Verkgarðar
Verkgarðar er eitt dótturfélaga Langasjávar sem sér um viðhald og byggingu húsnæða. Megináhersla þeirra er á fasteignaverkefni innan samstæðu Langasjávar ásamt byggingu nýrra íbúða og atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis fyrir fólk á Íslandi til að leigja eða kaupa.
Verkefnastjóri byggingarframkvæmda
Verkgarðar leita eftir reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra til að stýra fjölbreyttum byggingarverkefnum.
Hlutverk félagsins snýr að þróun og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þéttingarreitum innan höfuðborgarsvæðisins. Uppbygging er hafin á rúmlega 170 íbúðum í vesturhluta Kópavogs, auk þess er fyrirhugað að hefja framkvæmdir á yfir 400 íbúðum á næstu misserum.
Verkgarðar er eitt af dótturfélögum Langasjávar. Innan samstæðu Langasjávar eru til viðbótar Alma íbúðafélag, Freyja, Mata, Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur auk fleiri eignarhaldsfélaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og ábyrgð á framkvæmd byggingarverkefna frá upphafi til verkloka
- Ábyrgð á aðstöðu og vinnusvæði
- Ábyrgð á gerð verk- og kostnaðaráætlana
- Rýni hönnunargagna og skjalastjórnun
- Öryggismál og gæðastjórnun
- Virkt kostnaðareftirlit og frávikagreining í samráði við rekstrar- og innkaupastjóra
- Samningagerð og samskipti við undirverktaka og birgja í samráði við rekstrar- og innkaupastjóra
- Yfirferð og samþykkt framvindu undirverktaka og annarra innkaupareikninga
- Mánaðarleg framvindugerð í samráði við rekstrar- og innkaupastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmeistararéttindi eða menntun á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði og/eða verkefnastjórnunar
- Að lágmarki 5 ára reynsla af verkefnastjórnun á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis
- Góð þekking á íslenskum byggingarreglugerðum og stöðlum
- Framúrskarandi skipulagshæfni
- Fagleg samskipti og metnaður til að vinna vel í teymi
- Góð tölvukunnátta
Advertisement published14. March 2025
Application deadline24. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hafnarbraut 9, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
LeadershipHuman relationsPlanning
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (10)

Spennandi starf á sviði eignatjóna
Sjóvá

Viðskiptastjóri
Héðinshurðir ehf

Arkitektar / byggingafræðingar
Nordic Office of Architecture ehf.

Verkefnastjóri verklegra framkvæmda
Flóahreppur

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin

Verkefnastjóri í jarðvinnu
ÍAV

Verkefnastjóri mán til fimmtud 7:50 - 16:00 fös til 14:00.
Þúsund Fjalir ehf

Skoðunar- og matsmaður eignatjóna
VÍS

BIM-stjóri Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf.

Byggingartæknifræðingur / Verkfræðingur
Steypustöðin