Grænni byggð - Green Building Council Iceland
Grænni byggð - Green Building Council Iceland
Grænni byggð - Green Building Council Iceland

Grænni byggð leitar að sumarstarfsmanni

Grænni byggð er samstarfsvettvangur stofnaður árið 2010 til að efla umhverfisvitund og fræða, tengja og hvetja hagsmunaaðila í byggingargeiranum til þess að innleiða sjálfbærari vinnubrögð.

Við erum að leita að starfsmanni í fullt starf (100%) til að vinna í ýmsum verkefnum tengdum sjálfbærni í byggingariðnaði í 3-4 mánuði með möguleika á framlengingu. Starfsmaðurinn mun vinna náið með öllum starfsmönnum samtakanna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð:

→ Vinna í verkefnunum okkar, sem felur í sér bæði verkefna- og rannsóknarvinnu og viðtöl við íslenska og evrópska hagsmunaaðila.

Þessi verkefni eru meðal annars Bauhaus Goes North, Hringvangur – íslenska tengslanetið um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og Torfhús – getum við lært af fortíðinni?

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðunni okkar.

Önnur verkefni:

→ Prófarkalestur og gerð fræðsluefnis.

→ Þátttaka í viðburðum tengdum byggingariðnaði á Íslandi.

→ Kynningarstörf (t.d. útvega efni fyrir fréttabréfið okkar).

Menntunar- og hæfniskröfur

✔ BS/BA eða meistarapróf í grein sem tengist starfsemi Grænni byggðar (arkitektúr, skipulagsfræði, umhverfis- og byggingarverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði o.fl.).

✔ Góð samskiptahæfni

✔ Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni

✔ Góð íslensku- og enskukunnátta

Advertisement published20. March 2025
Application deadline15. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags