
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Öryggis- og net sérfræðingur
Ertu öryggismeðvitaður sérfræðingur sem brennur fyrir rekstri öryggislausna og vilt tryggja hámarksvernd gegn netógnum? Við leitum að öflugum öryggis og net sérfræðingi til að sjá um rekstur og þróun öryggiskerfa, eftirlitslausna og viðbragðsferla Arion banka.
Starfið er mjög fjölbreytt og kemur réttur aðili inn í teymi sérfræðinga sem stýra netkerfum og öryggislausnum Arion banka og dótturfélaga (Varðar, Stefnis).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og viðhald öryggiskerfa, eldveggja og eftirlitslausna
- Greining á netógnum og viðbrögð við öryggisatvikum
- Umsjón með öryggisvöktun og þróun varnarlausna
- Regluleg áhættugreining og innleiðing varna gegn öryggisveikleikum
- Sjálfvirknivæðing öryggisferla og skjölun öryggisviðbragða
- Samvinna við innri og ytri aðila í netöryggi og upplýsingavernd
- Þróun og viðhald á netinnviðum sem styðja öryggislausnir bankans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, kerfisfræði eða tengdum greinum eða sambærileg reynsla
- Reynsla af rekstri og stýringu öryggiskerfa og viðbragðsteyma
- Þekking á öryggisvöktun, SIEM-kerfum og innbrotsvörn
- Færni í greiningu á netógnum, atvikastjórnun og netöryggislausnum
- Þekking á eldveggjum, netbúnaði og dulkóðunartækni
- Reynsla af IaC og notkun á td. Ansible og/eða Terraform
- Reynsla af öryggi fyrir skýjalausnir er kostur
- Lausnamiðuð hugsun, sterkir greiningarhæfileikar og öguð vinnubrögð
Advertisement published21. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Risk analysisProactiveSystem architectureIndependenceComputer scientistComputer security
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

CRM Manager
Key to Iceland

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Bakendaforritari/Backend Developer
Fuglar ehf.

Öryggis- og gæðastjóri
Sjúkratryggingar Íslands

Vefstjóri
RJR ehf

Sérfræðingur í upplýsingatækni
Ferðaþjónusta bænda hf.

Ert þú QA sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.