
Ferðaþjónusta bænda hf.
Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum 1991. Í dag eru sölusvið ferðaskrifstofunnar tvö; Hey Iceland sem sérhæfir sig í ferðalögum á landsbyggðinni og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu, afþreyingu og samsettum ferðapökkum og Bændaferðir sem býður upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri farastjórn um allan heim.
Áhersla er lögð á gæði, fagmennsku og ábyrga ferðaþjónustu.
Gildi fyrirtækisins eru virðing, gleði og framsækni.

Sérfræðingur í upplýsingatækni
Ferðaþjónusta bænda hf. leitar að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna notendaþjónustu í tæknimálum og koma að fjölbreyttum tækniverkefnum. Viðkomandi mun starfa í samhentu teymi innan upplýsingatækni og viðskiptaþróunar, sem ber ábyrgð á rekstri, þróun og eflingu tæknilegra innviða, og styður við stafræna þróun fyrirtækisins. Ef þú hefur brennandi áhuga á tæknilausnum og gott auga fyrir þróun og sjálfvirknivæðingu, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg aðstoð við notendur og lausn tæknilegra áskorana.
- Rekstur og viðhald á tölvubúnaði, og samskipti við þjónustuaðila.
- Umsjón, vöktun og þróun á kerfum og vefþjónustum fyrirtækisins.
- Þátttaka í þróun, prófunum og innleiðingu á nýrri virkni og lausnum.
- Aðkoma að stafrænni umbreytingu, sjálfvirknivæðingu og aukinni skilvirkni í tæknilausnum fyrirtækisins.
- Verkefnastýring tækniverkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða sambærilegu námi.
- Reynsla af rekstri og viðhaldi tölvukerfa, ásamt notendaaðstoð.
- Mjög góð þekking á Office 365 umhverfinu og tengdum lausnum.
- Reynsla af umbótaverkefnum og innleiðingu lausna er kostur.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð með getu til að halda yfirsýn og vinna undir álagi.
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar og vinna í breytilegu umhverfi.
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
Fríðindi í starfi
- Styrkur til heilsueflingar
- Afsláttur til ferðalaga innanlands sem og utanlands
Advertisement published13. March 2025
Application deadline23. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Síðumúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
Tech-savvy
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingur á sviði gagnagreininga (BI and Analytics)
Háskólinn í Reykjavík

Reyndur sölumaður og geimfari
Atmos Cloud

Frábærir Microsoft kerfisstjórar/geimfarar
Atmos Cloud

Forritari hjá Fons Juris - þróaðu Lögmennið!
Fons Juris ehf.

Digital Solution Manager
Icelandair

Bakendaforritari/Backend Developer
Fuglar ehf.

Vefstjóri
RJR ehf

Ert þú QA sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.

Ertu næsti UT meistari okkar ?
Terra hf.

Kerfisstjóri
TACTICA

Netorka leitar að Vefforritara í sumarstarf!
Netorka hf.

Network Engineer
Rapyd Europe hf.