Atmos Cloud
Atmos Cloud
Atmos Cloud

Frábærir Microsoft kerfisstjórar/geimfarar

Við leitum að reyndum kerfisstjórum/geimförum með þekkingu á Azure skýjalausnum, geimförum með brennandi áhuga á öryggi, sjálfvirkni og öðrum lausnum innan Microsoft 365 og Azure.

Þú munt vinna í teymi með hæfum kerfisstjórum og DevOps sem allir vinna að hönnun, viðhaldi og/eða bestun á öryggi rekstrarinnviða/umhverfa fyrir viðskiptavini Atmos Cloud. Þú munt framkvæma og bæta ferli við uppsetningar á innviðum ef/þegar þess þarf t.d. með sjálfvirkni. Þú munt bera ábyrgð á að tryggja öruggt vinnuumhverfi, svo kerfi viðskiptavina okkar séu örugg, skalanleg og keyri allt að því óaðfinnanlega, með allt að 100% uppitíma, eins og töfrar!

Við trúum því að mikið í rekstri fyrirtækja megi sjálfvirknivæða eins og hverja aðra tegund af vinnu. Við vinnum þetta með PowerShell, Terraform, API og öðrum verkfærum. Innviðir viðsktipavina okkar eru einna helst í Azure eða í Hybrid umhverfum, svo það er mikill kostur ef þú hefur reynslu og elskar Azure, en einnig reynslu í On-Prem eða Hybrid umhverfum. Við leitum að geimfara sem getur unnið í daglegum rekstri, sjálfvirknivætt ferla, byggt stærri lausnir og tryggt að vörur okkar og innri verkfæri séu virk og á því stigi sem við og viðskiptavinir okkar gera kröfur til.

Sem Atmos geimfari ert þú hluti af teymi sem vinnur að áhugaverðum og krefjandi verkefnum í íslensku, útlensku og geimlensku umhverfi sem snúa að mestu að skýjalausnum.

Teymið

Við höfum tölvuleikjahetjur, hlaupara, fjalla- og veghjólara, skíðamenn/brettamenn, fluguveiði amature-a, gym og heilsuræktar unnendur og styrktaraðilar, hestafólk, sundgarpa, kokka og fleiri tegundir af geimförum. Öll eigum við það þó sameiginlegt  að vera hamingjusamt fjölskyldufólk. Allir hér eru að bíða eftir að verða vinur þinn!

Fríðindi
  • Heima internet og farsímanotkun
  • Einstaklings og hópa hvatakerfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Sveiganleiki á vinnuaðstöðu
  • Frábær vinnuaðstaða og skemmtilegt starfsfólk
  • Frábært kaffi, drinks and snacks
  • Niðurgreiddur hádegismatur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Microsoft Azure (5+ ára reynsla)
  • Microsoft 365 (5+ ára reynsla)
  • Flutningur á tækniinnviðum í Microsoft skýin
  • Daglegur rekstur upplýsingakerfa í Microsoft 365 og Azure
  • Eftirlit með kerfum viðskiptavina og viðbrögð við rekstraratvikum
  • Hafa tæknilega sýn, frumkvæði og leiðtogahæfileika
  • Reynsla af Microsoft öryggismálum
  • Reynsla af sjálfvirknivæðingu er mikill kostur (t.d. Terraform, Power Platform eða annað)
  • Frábær samskiptafærni og brennandi áhugi fyrir krefjandi verkefnum
  • Jákvæðni
  • Bílpróf (bíll til umráða er kostur)
  • Önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist útí geimnum
Um Atmos Cloud

Við elskum skýjalausnir, til tunglsins og til baka. Við viljum einfalda rekstur fyrirtækja, auka skilvirkni, öryggi og kostnaðarvitund. 

Atmos Cloud er ört vaxandi fyrirtæki sem tileinkar sér menningu stöðugrar umbóta og að verða betri í dag en í gær. Traust og áreiðanleiki er aðalsmerki okkar og við tryggjum vönduð vinnubrögð á settum tíma. Góð þjónustulund og léttleiki í samskiptum okkar skapar velkomið umhverfi þar sem öllum líður vel. Allir hafa rödd og skoðanir allra virtar. Við þjónustum alla og elskum alla, við erum geimfarar ekki geimverur. 

Advertisement published14. March 2025
Application deadline18. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Driver's licencePathCreated with Sketch.Phone communicationPathCreated with Sketch.Email communicationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.SjálfvirknivæðingPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Computer securityPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags