Terra hf.
Terra hf.
Terra hf.

Ertu næsti UT meistari okkar ?

Við leitum að öflugum, lausnamiðuðum og metnaðarfullum tæknisnillingi í teymið okkar. Ef þú brennur fyrir tækni, vilt vinna með öflugu og skemmtilegu fólki og takast á við spennandi áskoranir og þróun í starfi, þá viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri og viðhaldi á innviðum fyrirtækisins, þar á meðal netkerfum, þjónustu- og öryggislausnum.
  • Uppsetning, uppfærsla og viðhald á hugbúnaði og vélbúnaði.
  • Tryggja stöðugleika og öryggi kerfa.
  • Veita tæknilegan stuðning og ráðgjöf til starfsmanna og notenda.
  • Lausn á daglegum tæknivandamálum, þar með talið aðstoð við aðgang að kerfum, lausn á tölvuvandamálum og leiðbeiningar í notkun á kerfum og búnaði.
  • Framkvæma þjálfun og uppfærslu á notkun kerfa og tækni innan fyrirtækisins.
  • Vinna náið með öðrum deildum til að tryggja samræmingu og skilvirkni í tæknilegu umhverfi.
  • Skilgreina og framfylgja stefnu og ferlum varðandi tæknilega uppsetningu og notkun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða sambærilegu námi.
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi tölvukerfa og netumhverfis.
  • Reynsla af notendaaðstoð og tæknilegu stuðningsstarfi er kostur.
  • Reynsla í skýjalausnum og gagnagrunnum.
  • Mjög góð þekking á netumhverfi, kerfisstjórnunarkerfum og öryggislausnum.
  • Mjög góð þekking á Office 365 umhverfinu og Azure.
  • Góð þekking á Sharepoint.
  • Þekking á helstu stýrikerfum (Linux, Windows) og netstillingum.
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund.
  • Hafa lausnamiðaðan hugsunarhátt og getu til að takast á við krefjandi verkefni.
 
Advertisement published13. March 2025
Application deadline23. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags