
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Viðmótshönnuður fyrir Arion appið
Ertu skapandi hönnuður með auga fyrir smáatriðum og brennandi áhuga á notandaupplifun?
Við leitum að hugmyndaríkum og metnaðarfullum viðmótshönnuði sem hefur ástríðu fyrir því að skapa fallega, einfalda og notendavæna upplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hanna notendaviðmót og notendaupplifun fyrir Arion appið
- Móta sjónræna stefnu og tryggja samræmi í stafrænum lausnum bankans
- Vinna náið með hönnuðum, forriturum, vöruþróunarteymi og hagsmunaaðilum til að skapa framúrskarandi upplifun
- Móta og viðhalda hönnunarstaðli fyrir applausnir Arion
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í grafískri hönnun, stafrænni hönnun eða skyldu sviði
- Góð færni í hönnunartólum eins og Figma, Adobe eða sambærilegum kerfum
- Skilningur á notendamiðaðri hönnun ( Design thinking ) og samspili hönnunar og forritunar
- Frumkvæði, sköpunargleði og góð hæfni til að vinna í teymi
Advertisement published18. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)