
Rue de Net
Við erum Rue de Net hugbúnaðarhús og við sérhæfum okkur í Microsoft Business Central. Við bjóðum persónulega þjónustu og samanlagt búum við yfir mikilli reynslu við að aðstoða fyrirtæki að taka skrefið frá eldri lausnum og yfir í nútímann.
Við vitum að góð teymi skipta öllu máli í krefjandi verkefnum og að lykillinn að góðum árangri er menningin og stemmningin í vinnunni.
Lykillinn að árangri? Fólkið okkar!
Við vitum að gott fólk skapar góðan vinnustað og við trúum því að með því að byggja upp jákvætt og skapandi starfsumhverfi náum við bæði að styðja við fólkið okkar og veita viðskiptavinum okkar betri þjónustu.
Af hverju Rue de Net?
Við erum lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem hvert verkefni er krefjandi en skemmtilegt. Hér leggjum við áherslu á að fólk fái að vaxa í starfi og sækja sér þá fræðslu og reynslu sem styrkir þau – bæði í vinnunni og persónulega. Starfsmannafélagið okkar, Tólfan, sér til þess að við höldum uppi góðu félagslífi með fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum.
Langar þig að starfa með okkur?
Við erum alltaf að leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem vilja taka þátt í að þróa framsæknar lausnir og vörur – bæði fyrir viðskiptavini okkar og samstarfsaðila.
Sendu okkur endilega umsókn.

Forritari hjá Rue de Net – Sumarstarf í skýinu! ☀️☁️
Ertu að læra tölvunarfræði eða verkfræði og vilt fá góða reynslu í sumar?
Við hjá Rue de Net bjóðum spennandi tækifæri til að vinna með nýjustu tækni og fá innsýn í spennandi verkefni í hugbúnaðargeiranum.
Af hverju að verja sumrinu hjá Rue de Net?
- Þú lærir að forrita og þróa með okkur sérfræðingunum í Microsoft Business Central
- Þú færð að taka þátt í raunverulegum verkefnum með öflugu teymi
- Þú færð að kynnast tólum eins og VS Code, AL, SQL, Docker, DevOps, Git, Azure Service Bus, REST og .NET
- Hér er frábært vinnuumhverfi og sveigjanlegur vinnutímu
- Hér er starfsaðstaða á besta stað í bænum – og flottasta útsýnið!
Helstu verkefni og ábyrgð
Við lofum dýrmætri reynslu:
- Að vinna með raunverulegum viðskiptavinum
- Að leysa tæknilegar áskoranir í samstarfi við reyndan hóp forritara
- Að taka þátt í þróunarverkefnum frá upphafi til enda
- Að læra allt það nýjasta sem Business Central hefur upp á að bjóða
Menntunar- og hæfniskröfur
Hverju erum við að leita eftir?
- Þú ert að læra tölvunarfræði, verkfræði eða skylt fag
- Þú hefur vilja og hæfni til að læra ný kerfi og tækni
- Þú hefur góða samskiptahæfni og nýtur þess að vinna í teymi
- Þú ert með skipulag og frumkvæði á hreinu og hefur lausnamiðaða hugsun
Fríðindi í starfi
Hvað er svona sérstakt við Rue de Net?
Við leggjum áherslu á að vera persónulegt fyrirtæki þar sem þú færð að:
- Starfsaðstöðu á besta stað í bænum – og flottasta útsýnið!
- Vinna með reyndum sérfræðingum sem leiða þig áfram
- Prufa nýjar lausnir í öruggu umhverfi
- Þroskast faglega og byggja upp færni sem nýtist áfram
Klár í næsta skref? Sendu okkur umsókn
Advertisement published17. March 2025
Application deadline28. March 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Bakenda forritari
Nova

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Salesforce forritari
VÍS

Forritari hjá Rue de Net – fullt af tækifærum í skýinu! ☁️
Rue de Net

Bakendaforritari/Backend Developer
Fuglar ehf.

Ert þú QA sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.

Netsérfræðingur
Míla hf

Forritari í þróunarhóp á upplýsingatæknisviði
Háskólinn í Reykjavík

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Forritari í viðskiptakerfum (Business Central)
Hagar

Bakendaforritari
Hagar

App forritari
Hagar