Míla hf
Míla hf
Míla hf

Netsérfræðingur

Við erum að leita að einstakling sem hefur áhuga á fjárskiptakerfum og vill verða netsérfræðingur í stærsta IP neti landsins. IP-net Mílu er stórt, öflugt og margslungið fjarskiptakerfi sem þjónar mörgum íslenskum heimilum, stofnunum og fyrirtækjum. Netsérfræðingurinn verður hluti af net-teymi Mílu, sem tilheyrir tæknisviði. Tæknisvið Mílu sér um hönnun, uppbyggingu, rekstur og kerfisvöktun fjarskiptakerfa Mílu. Hjá Tæknisviðinu starfa alls konar sérfræðingar sem brenna fyrir nýjustu tækni og tækjum

Helstu verkefni og ábyrgð

Þú ert að fara starfa í net-teymi Mílu sem heldur utan um IP-netin okkar. 

  • Uppsetning og rekstur á IP/MPLS-neti Mílu
  • Fjölbreytt verkefni tengd nethönnun, sjálfvirknivæðingu, eftirlits- og stoðkerfum IP/MPLS-nets Mílu
  • Samskipti og ráðgjöf til viðskiptavina, samstarfsaðila og sviða innan Mílu
  • Þátttaka í þróun, hönnun og stefnumótun fjarskiptakerfa Mílu
  • Verkefnastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám í verkfræði, tæknifræði eða tölvunarfræði kostur
  • Þekking og reynsla af forritun er kostur
  • Sjálfstæð/skipulögð vinnubrögð og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi og leiða framfarir
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði

🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta

🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum

🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum

💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun

🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og leikherbergi með billiard-borði

Advertisement published17. March 2025
Application deadline26. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Stórhöfði 22-30, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags