
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 15 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Séní í kerfisrekstri
Nova rekur eitt stærsta og öflugasta fjarskiptanet landsins og við höfum það að markmiði að tryggja viðskiptavinum okkar alltaf aðgang að besta netinu. Öll þjónusta við viðskiptavini byggir á traustum grunni upplýsingatækniinnviða og hámarks uppitíma sem skilar sér í ánægju og tryggð viðskiptavina. Til að treysta frekar grunninn þá leitum við að reyndum og metnaðarfullum einstaklingi til að taka dansinn í kerfisrekstri og innri notendaþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur netþjóna sýndarumhverfis og innra upplýsingattækniumhverfis, þ.m.t. afritun og eftirlit meðuppfærslum.
- Eftirlit og viðbragð við frávikum í rekstri netþjóna og annarra þátta í upplýsingatækniumhverfinu.
- Rekstur innra upplýsingatækniumhverfi.
- Stjórnun M365 umhverfis.
- Raunlægt öryggi og aðgangsstjórnun.
- Verkefnastýring gagnvart birgjum og þjónustuaðilum.
- Stuðningur við starfsfólk og verslanir Nova.
- Umbóta- og umbreytingaverkefni.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun úr tæknigrein og/eða tæknileg vottun sem tengist rekstri upplýsingatækniinnviða.
- Reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa, netþjóna (s.s. Windows, Linux).
- Reynsla af rekstri skýjaumhverfa (s.s. Azure, PowerPlatform) og umhverfi eins og Kubernetes er kostur.
- Þekking á tæknilegum rekstri afgreiðslukerfa og verslana er kostur.
- Geta til að greina, skilgreina og tímaáætla umbótaverkefni.
- Frumkvæði, metnaður og vilji til að gera stöðugt betur.
- Sterk öryggisvitund, reynsla af því að hafa starfað í vottuðu umhverfi (s.s. ISO27001) er kostur.
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
- Hæfni til að starfa sjálfstætt sem og hluti af teymi.
Advertisement published21. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Bakenda forritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

CRM Manager
Key to Iceland

Öryggis- og net sérfræðingur
Arion banki

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Bakendaforritari/Backend Developer
Fuglar ehf.

Vefstjóri
RJR ehf