
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Um vinnustaðinn
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.
Sérfræðingur í mannvirkjaeftirliti
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í mannvirkjaeftirliti í teymi mannvirkjaskrár.
Hlutverk teymisins er að sinna eftirliti með fagaðilum, sem ýmist hafa löggildingu eða starfsleyfi hjá HMS, ásamt því að leggja grunninn að rekjanleika í mannvirkjagerð með réttri skráningu á mannvirkjum.
Starfið snýr að því að hafa umsjón með að fagaðilar sinni faglegu eftirliti við framkvæmdir, uppfylli lögbundið hlutverk sitt og ábyrgð þegar kemur að mannvirkjagerð.
Um er að ræða áhugavert tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í góðu starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við fagaðila í mannvirkjagerð
- Eftirlit og eftirfylgni með skráningum á áfangaúttektum byggingarstjóra í mannvirkjaskrá
- Framkvæmd eftirlits með starfi hönnuða, iðnmeistara og byggingarstjóra
- Fylgjast með þróun á sviði mannvirkjagerðar og stuðla að gæðum og öryggi
- Móttaka, úrvinnsla og svörun fyrirspurna
- Þátttaka í námskeiðshaldi fyrir fagaðila
- Þátttaka í innleiðingu endurskoðaðs mannvirkjaeftirlits
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, arkitektúr, byggingafræði, tæknifræði eða sambærilegt
- Reynsla af mannvirkjagerð
- Sveinspróf í löggildri iðngrein er kostur
- Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
- Gott vald á íslensku og ensku
Advertisement published26. March 2025
Application deadline8. April 2025
Language skills

Required

Required
Location
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Eftirlit með nýframkvæmdum og viðhaldi - Norðurland
Vegagerðin

Hönnuður á byggingadeild
Límtré Vírnet ehf

Project Engineer
Icelandair

Sérfræðingur í innheimtustýringu
Fjársýslan

Sérfræðingur í fjárstýringu
Fossar fjárfestingarbanki hf.

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Tæknistjóri (CTO)
Reykjavik Geothermal

Ert þú samningaséní?
Landsvirkjun

Nýsköpunarstjóri í viðskiptaþróun
Landsvirkjun

Burðarvirkjahönnuður
exa nordic