Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Ertu fljótur að læra og tileinka þér nýja hluti?
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut. Á deildinni starfar 30 manna þverfaglegur hópur og sinnir sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinsþjónustu.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Education and requirements
Heilbrigðisritaranám, stúdentspróf eða annað nám og/ eða reynsla sem nýtist í starfi
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulipurð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður
Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
Góð almenn tölvufærni
Þekking á helstu tölvukerfum Landspítala er kostur
Hæfni til að stýra ólíkum hópum eða teymi er kostur
Reynsla af gæða- og umbótastarfi er kostur
Færni til að takast á við krefjandi aðstæður og stuðla að jákvæðum starfsanda á starfseiningu
Góð íslensku- og enskukunnátta
Responsibilities
Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. móttaka sjúklinga, tímabókanir, símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi Landspítala
Ábyrgð á daglegum viðfangsefnum deildar samkvæmt verklagi
Þátttaka í gæða- og umbótastarfi í móttöku og bókunarþjónustu deildar
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra