Hjúkrunarfræðingar - Gjörgæsla Fossvogi
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Við leitum eftir gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á hágæslu- og gjörgæsluhjúkrun. Í boði eru áhugaverð og fjölbreytt störf með góðu samstarfsfólki og gott tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að þróa með sér faglega þekkingu í meðferð hágæslu- og gjörgæslusjúklinga.
Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingum er boðið upp á þjálfun s.s. sérhæfð endurlífgunarnámskeið og Basic for Nurses námskeið, hér er því kjörið tækifæri til þróunar á þekkingu. Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í . Við bjóðum nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sérstaklega velkomna til starfa á deildina.
Unnið er í vaktavinnu skv. vaktaskipulagi deildar og eru störfin laus eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Gjörgæsla heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu og starfa rúmlega 70 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans.
Deildin þjónar einstaklingum, bæði börnum og fullorðnum, sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum. Þar er veitt almenn gjörgæslumeðferð ásamt mjög sérhæfðri meðferð sjúklinga með fjöláverka eftir alvarleg slys, höfuðáverka, brunasjúklinga og einstaklinga með alvarlega æðasjúkdóma.