Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Sérfræðingur í flugrekstrar- og skírteinadeild

Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í flugrekstrar- og skírteinadeild flugsviðs hjá Samöngustofu.
Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meðal helstu verkefna eru eftirlit í flugstarfsemi, leyfisveitingar og þróun verkferla. Við leitum að starfsmanni sem á auðvelt með að takast á við ný og ólík verkefni og er tilbúinn að vinna í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Ennfremur reynir á frumkvæði hvað varðar stöðugar umbætur í starfi deildarinnar og framþróun verkefna.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og/eða önnur menntun á sviði flugs sem nýtist í starfi.

  • Þekking og reynsla tengd flugstarfsemi.

  • Reynsla og/eða þekking af eftirliti og gæða- og öryggisstjórnunarkerfum er mikill kostur.

  • Hæfni til að tjá sig í rituðu og mæltu máli skilyrði.

  • Greiningarhæfni og góð almenn tölvukunnátta.

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.

  • Frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og fagmennska í starfi ásamt skipulagningu og ögun í verkum eru áskilin. Geta unnið bæði sjálfstætt og í hópi.

 

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Advertisement published16. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags