Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.
Við leitum að liðsauka í hóp greiðslumiðlunar og ábyrgða
Við leitum að öflugum og nákvæmum aðila í starf í ábyrgðahóp Greiðslumiðlunar og ábyrgða. Greiðslumiðlun og ábyrgðir tilheyra Viðskiptaumsjón á sviði Reksturs og menningar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf sem felst í umsjón og umsýslu bankaábyrgða og innheimta. Bankaábyrgðir og innheimtur draga úr viðskiptaáhættu og gegna því mikilvæga hlutverki að greiða fyrir skilvirkari viðskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með innlendum og erlendum bankaábyrgðum og innheimtum.
- Skjalagerð, skráning og yfirlestur skjala.
- Ráðgjöf og fræðsla um bankaábyrgðir og innheimtur.
- Samskipti við viðskiptavini, samstarfsaðila og banka, bæði innlenda og erlenda.
- Þátttaka í gæða- og umbótaverkefnum.
- Önnur fjölbreytt verkefni sem falla undir starfssvið ábyrgðahóps.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nákvæmni í vinnubrögðum.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Hæfni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu.
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Góð tölvukunnátta.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli.
- Reynsla í banka- eða fjármálakerfi er kostur.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Advertisement published16. January 2025
Application deadline28. January 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
Very goodRequired
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Starf í bókhaldi og þjónustu
Aðalbókarinn ehf
Sérfræðingur í launum hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT
Sérfræðingur í vinnu- og heilsuvernd
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Tjónafulltrúi persónutjóna
TM
Hlutastarf í þjónustuveri Wolt
Wolt
Deildarstjóri dagvörudeildar
Artasan
Sérfræðingur - Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankinn
Accountant
LS Retail
Partner Operations Team
LS Retail
Gjaldkeri
Síldarvinnslan hf.
Verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar
Siðmennt
Bókari
Síldarvinnslan hf.