Sumarstörf 2025 - Þvottahús
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í þvottahúsi. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Þvottahús Landspítala sér um þvott, afgreiðslu og endurnýjun á öllu líni fyrir spítalann. Þar eru þvegin hundruð tonn árlega, m.a. fatnaður starfsfólks og sjúklinga ásamt lökum, sængum og koddum. Starfsmaður í þvottahúsi heyrir undir teymisstjóra sem er ábyrgur fyrir því að starfsemi þvottahúss gangi skilvirkt fyrir sig eftir settum markmiðum.
Þvottahús Landspítala er hluti af aðfangaþjónustu Landspítala sem rekur einnig vöruhús, flutningsþjónustu og deildaþjónustu spítalans. Starfsfólk þvottahúss eru um 40 talsins og unnið er í dagvinnu. Þvottahúsið er staðsett í Tunguhálsi, 110 Reykjavík.
Fríðindi sem fylgja starfi á Landspítala eru 36 stunda vinnuvika ásamt fyrsta flokks mötuneyti.