Sumarstörf 2025 - Vöruhús
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í vöruhúsi Landspítala. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Vöruhús Landspítala hýsir heilbrigðis- og rekstrarvörur fyrir spítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir. Hlutverk starfsmanna í vöruhúsi er móttaka á vörum og afgreiðsla pantana til viðskiptavina ásamt þrifum og öðrum tilfallandi verkefnum sem tilheyra í vöruhúsi. Starfsmaður í vöruhúsi heyrir undir teymisstjóra vöruhúss sem er ábyrgur fyrir því að starfsemi vöruhúss gangi skilvirkt fyrir sig eftir settum markmiðum.
Vöruhús Landspítala er hluti af aðfangaþjónustu sem skiptist í fimm teymi, vöruhús, þvottahús, flutningsþjónustu á Hringbraut, flutningsþjónustu í Fossvogi og deildaþjónustu. Vöruhúsið er staðsett á Tunguhálsi og þar vinna 20 manns. Unnið er í vöruhúsi alla virka daga frá 07:00-16:00 og skiptast starfsmenn á að vinna 07:00-14:00 og 09:00-16:00