

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Við sækjumst eftir framsæknum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á krabbameinshjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Í boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Starfið er laust frá frá 1. janúar 2026 eða skv. samkomulagi.
Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut þjónar sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein. Á deildinni starfa um 30 manns og lögð er áhersla á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Hjúkrunarfræðingarnir eru með fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Áhugasamir eru hvattir að að hafa samband við Þórunni, deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni
- Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi
- Þekking á þjónustuháttum Landspítala
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Íslenskukunnátta áskilin
Icelandic
English
























































