Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun

Heimahjúkrun auglýsir lausa stöðu hjúkrunarfræðings. Um er að ræða framtíðarstarf. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Starfshlutfall er samkomulag.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
  • Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
  • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu
  • Virk þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Sveigjanleiki og lausnarmiðað viðhorf
  • Ökuréttindi B
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
  • Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Fríðindi í starfi
  • Heilsu – og samgöngustyrkur
  • Sund- og menningarkort
  • Aðgengi að stuðnings- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar
Advertisement published5. December 2025
Application deadline18. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Nurse
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags