
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Iðjuþjálfi í heimhjúkrun
Heimaþjónustan auglýsir lausa stöðu iðjuþjálfa í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í 50-100% dagvinnu.
Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.
Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast nýju þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggur einstaklingsbundna iðjuþjálfun
- Metur færni skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs og metur þörf fyrir þjónustu
- Metur þörf fyrir hjálpartæki og breytingar á nærumhverfi
- Veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir aðstandendur inn á heimilum
- Samskipti við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, starfsfólk félagslegrar heimaþjónustu, skjólstæðinga, aðstandendur sem og við aðrar stofnanir
- Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi og verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi frá embætti landlæknis
- Starfsreynsla sem iðjuþjálfi æskileg
- Reynsla af teymisvinnu
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta C1 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- Betri vinnutími
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Menningakort Reykjavíkurborgar
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
- Fjölmörg tækifæri til fræðslu og starfsþróunar
Advertisement published5. December 2025
Application deadline18. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
Clean criminal recordHuman relationsIndependencePlanningTeam work
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (7)

Stuðningsfulltrúi óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri í búsetukjarna Rökkvatjörn 3
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk til starfa við heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á heimili fyrir börn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði óskast í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (6)

Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi 80-100 % starf – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Skjól hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri í stuðnings- og stoðþjónustu
Akraneskaupstaður

Leikskólakennari
Heilsuleikskólinn Urriðaból I

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur
Lítil þúfa fta.

Iðjuþjálfar á taugaendurhæfingardeild Landakoti
Landspítali