Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði óskast í heimahjúkrun

Vesturmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliða til starfa í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í vaktavinnu í 100% starfshlutfalli á sólarhringsstað. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í samráði við þjónustuþega sem hafa fjölbreyttar hjúkrunarþarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
  • Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
  • Taka virkan þátt í starfsemi teymis
  • Sinna sérhæfðri hjúkrunarmeðferð í samráði við teymisstjóra
  • Taka þátt í eftirfylgni og mati á hjúkrunaráætlunum í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Starfsreynsla sem sjúkraliði í 3-5 ár
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Góð samskipta-og skipulagshæfni
  • Íslenska, gott málfar og góður frágangur á texta (B1-B2 skv. evrópska tungumálarammanum)
  • Reynsla af teymisvinnu og vinna með hjúkrunaráætlun er kostur
  • Þekking á sjúkraskrákerfinu SÖGU æskilegt
  • Viðbótarnám er æskilegt
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Menningarkort
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
  • Aðgengi að stuðnings- og ráðgjafateymi borgarinnar
Advertisement published5. December 2025
Application deadline11. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Paramedic
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags