Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á heimili fyrir börn

Auglýst er eftir öflugum teymisstjóra á Heimili fyrir börn Móvaði 9.

Skemmtilegt starf, góður vinnustaður og frábært samstarfsfólk í boði. Unnið er í vaktavinnu, dag, kvöld og helgarvaktir.

Keðjan leitar að skipulögðum, kraftmiklum og sjálfstæðum teymisstjóra í fullt starf, á heimili fyrir börn Móvaði 9.

Teymisstjóri er hluti af stjórnendateymi heimilisins og leiðir starfsemina ásamt forstöðumanni, ásamt því að vera tengiliður við foreldra og aðrar þjónustueiningar.

Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu í anda farsældarlaganna sem við störfum eftir.

Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum barnanna og fjölskyldum þeirra, á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt.

Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu.

Unnið er á dag-, kvöld-, og helgarvöktum.

Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Heldur utan um þarfir barnanna í samstarfi við foreldra, heilbrigðisstarfsfólk og annað fagfólk.
  • Sér um að skipulag sem unnið er eftir sé uppfært og rétt. 
  • Ber ábyrgð á að heilsufars- og lyfjaupplýsingar séu réttar. 
  • Tekur virkan þátt í að þróa og bæta faglegt starf á heimilinu.
  • Stýrir daglegum störfum starfsfólks í samráði við forstöðumann.
  • Stuðlar að jákvæðum samskiptum við íbúa, foreldra og samstarfsfólk. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- eða menntavísinda. 
  • Framhaldsmenntun æskileg.
  • Reynsla úr starfi með börnum með flóknar fatlanir mjög æskileg.
  • Reynsla af stjórnun og teymissvinnu æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta B1 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published27. November 2025
Application deadline14. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Móvað 9, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReliabilityPathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)
Professions
Job Tags