
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Teymisstjóri vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks við að efla færni íbúa, styðja við sjálfstæði með ákvarðanastuðningi, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auknum lífsgæðum.
Þjónusta við íbúa er einstaklingsmiðuð og aðlöguð að breytilegum þörfum og aðstæðum íbúa. Teymisstjóri starfar í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, gildandi lög og reglugerðir í málefnum fatlaðs fólks og félagsþjónustu og önnur viðeigandi lög.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir teymi íbúa og útdeilir verkefnum til starfsfólks í samráði við forstöðumann.
- Hefur umsjón með fjármálum, heilsufarsmálum og daglegri þjónustu við íbúa í samráði við forstöðumann.
- Starfar í teymi stjórnenda íbúðakjarnans ásamt forstöðumanni og öðrum teymisstjórum.
- Gerð og eftirfylgd einstaklingsbundinna þjónustuáætlana.
- Leiðsögn til starfsmanna um framkvæmd þjónustu við íbúa.
- Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi í samstarfi við forstöðumann.
- Samráð og samvinna við íbúa, aðstandendur, starfsfólk og aðra þjónustuaðila íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda sem nýtist í starfi.
- Reynsla og þekking á þjónandi leiðsögn, hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og valdeflingu.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki.
- Reynsla af starfi með einstaklingum með flóknar og fjölbreyttar þjónustu- og heilbrigðisþarfir.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta. B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Sund og menningarkort Reykjavíkurborgar
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Advertisement published10. November 2025
Application deadline2. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Aðstoðarfólk í hlutastarf.
MG Þjónustan

Looking for a person with horse experience!
NPA miðstöðin

Hjúkrunarfræðingur - Innrennsliseining dagdeildar gigtar
Landspítali

Engineering & Delivery Lead (International Customers)
Tern Systems

Verkefnastjóri með ábyrgð á velferðarúrræðum - Þjónusta og úrræði
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari
Marbakki

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Þroskaþjálfi óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Hjúkrunarfræðingur - Sjúkrahótel við Hringbraut
Landspítali

Frístundaleiðbeinandi með stuðning
Hrafninn frístundaklúbbur

Leikskólinn Völlur -Þroskaþjálfi/Sérkennari
Reykjanesbær

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland