
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Þjónustufulltrúi hjá VIRK
VIRK leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa. Viðkomandi þarf að geta tekist á við fjölbreytt, mikilvægt og gefandi starf í þjónustuveri VIRK. Um er að ræða þjónustu, upplýsingagjöf og leiðsögn við einstaklinga í þjónustu hjá VIRK. Í starfinu felast einnig ýmis skrifstofustörf, innkaup og önnur verkefni sem snúa að innra starfi VIRK.
Um er að ræða 80-100% starf. Vinnutími er frá kl. 8:00 – 16:00 mánudaga – fimmtudaga og frá kl. 8:00 – 15:00 föstudaga.
Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta, upplýsingagjöf og leiðsögn fyrir einstaklinga í þjónustu
- Símsvörun, miðlun upplýsinga, móttaka erinda og skráning í kerfi VIRK
- Úthringingar og bókanir vegna viðtala
- Umsjón með biðstofum, fundarherbergjum og kaffistofu
- Innkaup og ferðapantanir
- Ýmis verkefni sem snúa að viðburðum og innra starfi VIRK
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í heilbrigðisgagnafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Rík þjónustulund, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki
- Reynsla af því að vinna með persónuupplýsingar
- Góð stafræn hæfni, reynsla af skráningarvinnu æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
- Trúnaður, heilindi og metnaður í starfi
- Góð kunnátta í íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Hreint sakavottorð
Advertisement published11. December 2025
Application deadline4. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProfessionalismProactiveHuman relationsIndependenceCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Þjónustufulltrúi gestastofu og miðasölu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Starfsfólk í verslun - Akureyri - Helgarstarf
ILVA ehf

Þjónustusérfræðingur
Vélafl ehf

Tæknimaður á Sauðárkróki
OK

Sjúkraliði óskast á endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali

Ráðgjafi
Vinakot

Þjónustufulltrúi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Móttökuritari - Röntgen Orkuhúsinu
Röntgen Orkuhúsinu

Tæknimaður á þjónustuborði – spennandi tækifæri!
Örugg afritun

Kirkjuvörður í Seljakirkju
Seljakirkja

Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Traust aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin