
Tæknimaður á þjónustuborði – spennandi tækifæri!
Örugg Afritun er öflugt upplýsingatækni fyrirtæki sem sérhæfir sig í kerfisþjónustu, afritun og fjarskiptalausnum fyrirtækja Við leitum að þjónustuliprum og lausnamiðuðum einstaklingi til að styrkja enn betur þjónustuborðið okkar.
-
Veita fyrsta stigs tækniaðstoð og stuðning við viðskiptavini.
-
Greina og leysa almenn tölvu- og netvandamál.
-
Setja upp, stilla og stýra skýjalausnum (t.d. Microsoft 365).
-
Fylgja verklagsreglum og skrá lausnir í þjónustukerfi.
-
Áhugi eða reynsla af kerfisstjórnun (Windows og/eða Linux).
-
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. háskólanám í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða kerfisstjórnun (kostur en ekki skilyrði).
-
Vottanir (t.d. Microsoft, CompTIA A+, Network+, eða sambærilegt) (kostur en ekki skilyrði).
-
Þekking á skýjalausnum og almennri upplýsingatækni.
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Rík þjónustulund og skipulögð vinnubrögð.
-
Reynsla af þjónustuborði og notendaaðstoð í fyrirtækjaumhverfi.
-
Frábært starfsumhverfi með áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs.
-
Líflegt og samheldið teymi þar sem gott andrúmsloft er í fyrirrúmi.
-
Þjálfun og stuðningur frá reynslumiklu teymi.
-
Sveigjanlegan vinnutíma og möguleika á fjarvinnu.
-
Fjölbreytt fræðsla og vottanir (Microsoft, Fortinet, o.fl.) á kostnað fyrirtækisins
-
Tækifæri til að hafa áhrif á ferla og þjónustu – þín rödd skiptir máli.
Icelandic
English










