
OK
OK samanstendur af gríðarlega öflugu starfsfólki, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang.
OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum.
Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsmenn eru hvattir til að vera sjálfstæðir í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi.
Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi.
OK hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda, en fyrirtækið hefur hlotið þá viðurkenningu fjögur ár í röð.

Tæknimaður á Sauðárkróki
OK leitar að liðsmanni í teymið á Sauðárkróki sem hefur þekkingu á upplýsingakerfum og Microsoft umhverfum. Um er að ræða fullt starf á dagtíma.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að að starfa í upplýsingatækni og hentar starfið vel þjónustuliprum einstaklingum sem hafa áhuga á tækni og eiga auðvelt með samskipti við viðskiptavini hvort sem er í síma eða í eigin persónu.
OK vinnur fyrir fjölda fyrirtækja og starfsmenn fá því tækifæri til að koma að ýmsum spennandi verkefnum í fjölbreyttum IT umhverfum.
Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við öll sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsýsla útstöðva og annarra jaðartækja
- Flokkun verkbeiðna og símsvörun
- Umsýsla og aðstoð með Microsoft 365 umhverfi
- Aðstoð við notendur bæði í fjar- og vettvangsþjónustu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í kerfisstjórnun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af tölvuumsjón er kostur
- Hreint sakavottorð er skilyrði
- Bílpróf er skilyrði
- Gagnrýnin- og lausnamiðuð hugsun
- Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
- Vilji til að læra meira
- Góð færni í íslensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Góð færni í ensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
Advertisement published11. December 2025
Application deadline21. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Borgarmýri 1A, 550 Sauðárkrókur
Type of work
Skills
Quick learnerProactiveHonestyClean criminal recordPositivityHuman relationsAmbitionPhone communicationIndependencePunctualCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Þjónustufulltrúi gestastofu og miðasölu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Verkefnastjóri í Lánastýringu
Íslandsbanki

Þjónustufulltrúi hjá VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Starfsfólk í verslun - Akureyri - Helgarstarf
ILVA ehf

Þjónustusérfræðingur
Vélafl ehf

OK leitar að reynslumiklum kerfisstjóra
OK

Þjónustufulltrúi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Delivery Lead (Scrum Master)
Embla Medical | Össur

Tæknimaður á þjónustuborði – spennandi tækifæri!
Örugg afritun

Kirkjuvörður í Seljakirkju
Seljakirkja

Séní í notendaþjónustu
Nova

Vörustjóri
Bílaumboðið Askja