

Verkefnastjóri í Lánastýringu
Íslandsbanki leitar að skipulögðum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að gegna stöðu verkefnastjóra hjá Lánastýringu bankans á Viðskiptabankasviði. Viðkomandi mun leiða stafræn umbreytingar- og þróunarverkefni í lánaferlum fyrirtækja og í tengslum við rekstur lánanefnda bankans ásamt öðrum spennandi verkefnum er lúta að umgjörð fyrirtækjalána.
Ef þú hefur áhuga á starfsemi fjármálafyrirtækja, býrð yfir góðri reynslu af verkefnastjórnun, áhuga á útlánastarfsemi og hagnýtingu gervigreindar, þá gætir þú verið einstaklingurinn sem við leitum að. Þú munt vinna þvert á ábyrgðarsvið teymisins, í nánu samstarfi við vörueiganda og aðra útlánasérfræðinga ásamt stafrænum vöruteymum og bera ábyrgð á stafrænum innleiðingarverkefnum og ferlagreiningu.
- Leiða stafræn þróunarferli og hafa yfirumsjón með stafrænum útlánaferlum fyrirtækjalána
- Greina og meta tækifæri til að bæta stafræna útlánaferla með hagnýtingu gervigreindar
- Utanumhald um gerð verkáætlana og yfirsýn með framgangi stafrænna verkefna
- Verkefnastjórn minni og stærri verkefna
- Önnur tilfallandi verkefni er lúta að umgjörð fyrirtækjalána
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta, verkfræði eða tölvunarfræði
- Reynsla af verkefnastjórnun, helst í fjármálageiranum eða tengdum iðnaði
- Reynsla af vinnu með stafrænar lausnir
- Frábærir skipulagshæfileikar, samskipta- og samstarfsfærni
- Skipulögð og lausnamiðuð hugsun með áherslu á skilvirka framkvæmd
- Hæfni til að miðla efni í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku
Icelandic
English










