
Fjármálastjóri
Linde Gas óskar eftir að ráða fjármálastjóra til að leiða fjármála- og reikningshaldssvið fyrirtækisins á Íslandi. Starfið felur í sér náið samstarf við framkvæmdastjóra Linde Gas á Íslandi og svæðisbundið FICO-teymi Íslands og Danmerkur. Um er að ræða spennandi starf í stóru alþjóðlegu fyrirtæki með fjölbreyttum áskorunum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með bókhaldi, uppgjörum og fjárhagsskýrslum.
- Fjárhagsáætlanir, rekstrargreiningar og eftirfylgni með rekstrarniðurstöðum.
- Tryggja að starfsemin uppfylli lög, reglugerðir og innri verkferla.
- Umsjón með launavinnslu, sjóðstreymi og greiðsluflæði.
- Samstarf við endurskoðendur og ráðgjafa
- Rekstur skrifstofu og samhæfing fasteignatengdra mála.
- Útbúa og senda virðisaukaskattsskýrslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í reikningshaldi, fjármálum eða viðskiptafræði.
- Að lágmarki 5 ára reynsla af fjármálastjórnun eða sambærilegu starfi.
- Mjög góð kunnátta í fjármálum, stjórnun, greiningu og Excel.
- Þekking á SAP er kostur.
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni.
- Leiðtogahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og fagmennska.
- Góð íslensku- og ensku kunnátta og færni til að starfa í alþjóðlegu umhverfi.
Um Linde Gas ehf.
Linde Gas ehf. er hluti af The Linde Group, sem er leiðandi gasfyrirtæki með um 68.000 starfsmenn og er stærsti framleiðandi af gasi í heiminum. Linde vinnur bæði með lyfja- og líftæknifyrirtækjum, járn- og stáliðnaði, matvælaiðnaðinum og heilsugeiranum. Öll framleiðsla verksmiðjunnar er fyrir iðnað þar sem mikilla gæða er krafist. Hjá Linde á Íslandi starfa um 35 manns og er skrifstofan staðsett í Hafnarfirði.
Linde býður upp á góða starfsþjálfun og góð starfsskilyrði með mikla áherslu á öryggi og vellíðan starfsfólks. Launakerfið býður upp á bónusgreiðslur.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2026.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.
Icelandic
English










