
Samtök um kvennaathvarf
Samtök um kvennaathvarf eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni. Tilgangur samtakanna er að aðstoða konur og börn þeirra sem búa við ofbeldi. Samtökin reka athvörf í Reykjavík og á Akureyri fyrir konur og börn sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis. Auk þess reka samtökin búsetubrú þar sem leigðar eru út íbúðir til kvenna sem dvalið hafa í athvarfinu. Samtökin veita viðtalsþjónustu fyrir konur sem ekki dvelja í athvarfinu og eru auk þess með opinn neyðarsíma allan sólarhringinn.
Rekstrarstýra Kvennaathvarfsins
Samtök um Kvennaathvarf leita að öflugri rekstrarstýru til að leiða daglegan rekstur og styðja við áframhaldandi vöxt á þjónustu Kvennaathvarfsins.
Í starfinu felst umsjón með fjármálum Samtaka um Kvennaathvarf. Hluti af því er að hafa góða yfirsýn á rekstri og fjáröflunarmálum athvarfsins. Rekstrarstýra ber einnig ábyrgð á launaumsýslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga. Kvennaathvarfið er vinnustaður þar sem unnið er af mikilli hugsjón og metnaði. Þar leggja allir sitt á vogaskálarnar við að skapa fallega stemningu og taka virkan þátt í allri almennri stefnumótun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með fjármálum og fjárhagsupplýsingum
- Yfirsýn og eftirfylgni með daglegum rekstri kvennaathvarfs og búsetubrúar
- Yfirumsjón með bókhaldi
- Launavinnsla
- Gerð rekstraráætlana
- Aðkoma og yfirsýn yfir fjáröflun
- Varðveisla skjala og annarra gagna
- Umsjón með vinnslu á ýmis konar tölfræði
- Þátttaka í stefnumótun og þróunarverkefnum
- Ýmis önnur verkefni í samráði við framkvæmdastýru Kvennaathvarfs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála og viðskiptafræði
- Þekking og reynsla af fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð og launaumsýslu
- Góð tölvukunnátta og tæknilæsi.
- Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð íslenskunnátta í ræðu og riti.
Advertisement published2. December 2025
Application deadline14. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Reykjavík, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starfsmaður í bókhaldi
Steypustöðin

Rekstrarstjóri Í-Mat
Í-Mat ehf.

Sölustjóri
K2 Bílar ehf

Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands

Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Skatturinn

Viðskiptastjóri fyrirtækja á suður- og vesturlandi
Arion banki

Sérfræðingur í ársreikningagerð, uppgjörum og skattskilum
Grant Thornton

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Ert þú bókari?
Veritas

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar
Mosfellsbær

Hefur þú brennandi áhuga á vefumsjón og markaðsmálum ?
Umhverfis- og skipulagssvið