
Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.
Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands leitar að sveigjanlegum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að sinna stöðu umsjónaraðila á siglingasviði á starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Siglufirði. Um er að ræða umsjón með því varðskipi Landhelgisgæslunnar sem gert er út frá Siglufirði, gerð og umsjón handbóka og þjálfunaráætlana fyrir siglingasvið auk annarra tilfallandi verkefna sem snúa að rekstri varðskipa Landhelgisgæslunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón og eftirlit með varðskipum stofnunarinnar þegar þau eru í höfn á Siglufirði
- Þátttaka í gerð, endurskoðun og eftirfylgni handbóka og verklagsreglna siglingasviðs
- Þátttaka í gerð gæðaferla siglingasviðs, t.d. á sviði þjálfunar og umhverfismála
- Samskipti við áhafnir og aðkoma að ráðningum
- Samskipti við verktaka og birgja vegna varðskipa
- Verkefni er varða rekstur skipa stofnunarinnar
- Vegna eðlis verkefna þegar varðskip eru við bryggju þarf viðkomandi að sinna bakvöktum og vera til taks utan hefðbundins vinnutíma samkvæmt skilgreindu skipulagi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á siglingum og skipum er kostur
- Þekking og reynsla í gerð verkferla er kostur
- Sveigjanleiki og áhugi á að tileinka sér nýja færni
- Mjög góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Snyrtimennska og góð umgengni
- Góð almenn tölvufærni
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Advertisement published20. November 2025
Application deadline8. December 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Siglufjörður
Type of work
Skills
ProactiveDesigning proceduresHuman relationsSailingIndependencePlanningFlexibilityTeam work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið

Sérfræðingur í gagnavinnslu
Norðurorka hf.

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur flugverndarbúnaðar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Forstöðumaður rekstrar jarðvarma á sviði vinds og jarðvarma
Landsvirkjun

Verkefnisstjóri í Nemendaskrá
Háskóli Íslands

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin

Fyrirliði samhæfingarstjórnstöðvar
Landsnet

Sérfræðingur í rekstri orkustjórnunarkerfis
Landsnet

Verkefnastjóri atvinnuuppbyggingar
Norðurþing