Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á umsjónardeild Suðursvæðis, kostur ef viðkomandi hefur þekkingu og áhuga á malbiki og klæðingum. Suðursvæði Vegagerðarinnar nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að botni Hvalfjarðar og upp á miðhálendi. Svæðismiðstöð Suðursvæðis er á Selfossi en sérfræðingur getur einnig haft starfsstöð í Garðabæ.

Umsjónardeild hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdum á Suðursvæði. Í samráði við mannvirkjasvið sinnir umsjónardeild nýbyggingum og viðhaldi bundinna slitlaga, styrkingum og endurbótum vega, ásamt efnisvinnslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við áætlanir og undirbúning framkvæmda í malbiki og klæðingum
  • Hafa umsjón/eftirlit með framkvæmdum bæði tæknilega og fjárhagslegu uppgjöri
  • Vinna við undirbúning verka, halda utan um magnuppgjör, áætlanagerð, kostnaðareftirlit, gæðaeftirlit og útboðslýsingar
  • Sjá um verkfundi og skráningar í gagnabanka að loknum framkvæmdum 
  • Önnur verkefni, sem falla undir starfsvið umsjónardeildar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi 
  • Þekking og reynsla af nýframkvæmdum og viðhaldi vegamannvirkja æskileg 
  • Þekking og áhugi á malbiki og klæðingum
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg 
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður 
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum  
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 
  • Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni. 
  • Góð öryggisvitund
Advertisement published20. November 2025
Application deadline8. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Breiðamýri 2, 800 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags