
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Umhverfis- og mannvirkjasvið: Verkefnastjóri nýframkvæmda fasteigna og mannvirkja
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða verkefnastjóra
nýframkvæmda og endurbóta fasteigna og mannvirkja.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Um er að ræða 100% ótímabundna stöðu.
Á Akureyri finnur þú samfélag sem styður þig og fjölskylduna þína í fallegu umhverfi, vegalengdir eru stuttar og allt er innan seilingar.
Á sama tíma færð þú tækifæri til að takast á við spennandi verkefni og vaxa í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með nýframkvæmdum endurbótum fasteigna og annarra mannvirkja.
- Gerð nýframkvæmdaáætlana.
- Umsjón með útboðsferli hönnunar og framkvæmdaverkefna.
- Stýring og eftirlit með framkvæmdum.
- Þátttaka í þróun á stöðluðum/bestu lausnum á sviði framkvæmda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gerð er krafa um háskólapróf í verk-, tækni- eða byggingarfræði, eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistaragráða er kostur.
- Farsæl reynsla af verkefnastjórnun á hönnunar og/- eða framkvæmdastigi.
- Fagleg þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar. Vottun sem verkefnastjóri er kostur.
- Þekking á hönnunarferli og reynsla af hönnunarrýni.
- Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
- Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement published20. November 2025
Application deadline11. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Geislagata 9, 600 Akureyri
Type of work
Skills
ProfessionalismProactiveCreativityHuman relationsIndependencePlanningTeam workProject managementCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í gagnavinnslu
Norðurorka hf.

Sérfræðingur í rekstri stjórn- og varnarbúnaðar
Landsnet hf.

Sérfræðingur flugverndarbúnaðar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Forstöðumaður rekstrar jarðvarma á sviði vinds og jarðvarma
Landsvirkjun

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin

Fyrirliði samhæfingarstjórnstöðvar
Landsnet

Sérfræðingur í rekstri orkustjórnunarkerfis
Landsnet

Verkefnisstjóri - Iðnaðarsvið
Verkís

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Alcoa Fjarðaál

Verkefnastjóri byggingamála
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri jarðvinnu og tæknimála
Þjótandi ehf.