Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur flugverndarbúnaðar

Við leitumst eftir að ráða einstakling í stöðu sérfræðings flugverndarbúnaðar á Keflavíkurflugvelli. Við leitum því að einstaklingi sem er vandvirkur, sjálfstæður og áreiðanlegur. Viðkomandi mun sjá um daglegan rekstur og eftirfylgni viðhalds til að tryggja öruggan og skilvirkan rekstur flugverndarbúnaðar og styðja um leið við gæði flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Starfið tilheyrir deild Eignastýringar sem ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi á helstu eignum flugvallarins en þar starfar öflugur hópur sérfræðinga hver á sínu sviði.

Helstu verkefni eru m.a.:

  • Rekstur og viðhald flugverndarbúnaðar
  • Þátttaka í verkefnum er snúa að endurnýjun flugverndarbúnaðar
  • Gerð rekstrar-, viðhalds- og fjárfestingaáætlana
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni með viðhaldi
  • Skráning í eignastýringarkerfi
  • Innkaup og kostnaðareftirlit
  • Greining gagna og þátttaka í innri og ytri úttektum
  • Þátttaka í gerð og uppfærslu viðbragðsáætlana
  • Samstarf við innri og ytri hagaðila

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tækni- eða verkfræðimenntun
  • Sveinspróf í raf- eða véliðn er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð ensku- og íslenskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Ökuréttindi í B-flokki

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Er lausnamiðaður, skipulagður og býr yfir góðri samskiptahæfni
  • Nýtur þess að vinna sjálfstætt, tekur frumkvæði og hefur jákvætt viðhorf

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 1.desember 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Advertisement published21. November 2025
Application deadline1. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags