

Leiðbeinandi í þjálfunarteymi í flugvallarþjónustu
Við hjá Isavia/KEF leitum að öflugum leiðbeinanda á flugvallarbraut til að sinna þjálfun í flugvallarþjónustu. Við viljum fá til liðs við okkur einstakling sem er sjálfstæður, lausnamiðaður og nýtur þess að starfa í krefjandi og lifandi umhverfi.
Starfið er hluti af Isaviaskólanum, þekkingarmiðstöð Isavia, þar sem markmiðið er að tryggja að allt starfsfólk hafi rétta hæfni til að takast á við verkefni í síbreytilegu flugvallarumhverfi.
Helstu verkefni leiðbeinanda:
- Kennsla, þjálfun og hæfnimat flugvallarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugvöllum
- Námsefnisgerð
- Skipulag og utanumhald á þjálfun, skráningar og skýrslugerð
- Stuðningur við þá sem hafa umsjón með þjálfun á flugvöllunum
Hæfniskröfur:
- Þekking og reynsla af starfi í flugvallarþjónustu
- Reynsla af björgunar- og slökkvistörfum er skilyrði
- Reynsla af kennslu fullorðinna og gerð námsefnis er kostur
- Skipulagshæfni, góð samskiptafærni og frumkvæði
- Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
- Mjög góð tæknikunnátta
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli, ásamt mögulegri viðveru í Hafnarfirði og/eða fjarvinnu.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 27.nóvember 2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Gerður Pétursdóttir í gegnum netfang [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
English
Icelandic










