Arion banki
Arion banki
Arion banki

Viðskiptastjóri fyrirtækja á suður- og vesturlandi

Arion banki leitar að öflugum og metnaðarfullum viðskiptastjóra með starfsstöð í Borgarnesi. Við leitum eftir einstakling sem hefur áhuga á að sinna krefjandi verkefnum og hefur ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu.

Í starfinu felst þjónusta og utanumhald um núverandi viðskiptasambönd á svæðinu, sókn í nýja viðskiptavini, greiningu á fjárhagsstyrk aðila í viðskiptum og sala á öðrum vörum Arion samstæðunnar.

Starfið heyrir undir svæðisstjóra fyrirtækja á Suður og Vesturlandi og þjónustar fyrirtæki á Suður,- Vesturlandi og Vestfjörðum. Teymið er hluti af Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka.

Starfið gerir kröfu um færni i í mannlegum samskiptum, öguð vinnubrögð og sóknarhugsun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við fyrirtæki og ráðgjöf um helstu þjónustuþætti bankans eins og inn- og útlán og vöruþörf
  • Innlánastýringu fyrirtækja og sókn í innlán
  • Greining á lánaumsóknum fyrirtækja og ákvörðunartaka um lán
  • Ráðgjöf varðandi fjármögnun fyrirtækja og verkefna
  • Sala trygginga til fyrirtækja í samvinnu við Vörð tryggingar, dótturfélag bankans
  • Viðhald tengsla við núverandi viðskiptavini og öflun nýrra viðskiptasambanda
  • Að framfylgja þjónustu- og sölustefnu bankans hverju sinni
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við næsta stjórnanda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf og/eða viðamikil reynsla og þekking á fyrirtækjamálum
  • Þekking áhugi og tengingar inn í atvinnulíf svæðisins er kostur
  • Þjónustulund og gott viðmót
  • Frumkvæði, söludrifni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta og færni til að greina tækifæri í þróun stafrænna lausna
  • Góð íslenskukunnátta og mikil samskiptahæfni
  • Þekking á tryggingum fyrirtækja er kostur
Advertisement published3. December 2025
Application deadline16. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags