
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Viðskiptastjóri fyrirtækja á suður- og vesturlandi
Arion banki leitar að öflugum og metnaðarfullum viðskiptastjóra með starfsstöð í Borgarnesi. Við leitum eftir einstakling sem hefur áhuga á að sinna krefjandi verkefnum og hefur ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu.
Í starfinu felst þjónusta og utanumhald um núverandi viðskiptasambönd á svæðinu, sókn í nýja viðskiptavini, greiningu á fjárhagsstyrk aðila í viðskiptum og sala á öðrum vörum Arion samstæðunnar.
Starfið heyrir undir svæðisstjóra fyrirtækja á Suður og Vesturlandi og þjónustar fyrirtæki á Suður,- Vesturlandi og Vestfjörðum. Teymið er hluti af Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka.
Starfið gerir kröfu um færni i í mannlegum samskiptum, öguð vinnubrögð og sóknarhugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við fyrirtæki og ráðgjöf um helstu þjónustuþætti bankans eins og inn- og útlán og vöruþörf
- Innlánastýringu fyrirtækja og sókn í innlán
- Greining á lánaumsóknum fyrirtækja og ákvörðunartaka um lán
- Ráðgjöf varðandi fjármögnun fyrirtækja og verkefna
- Sala trygginga til fyrirtækja í samvinnu við Vörð tryggingar, dótturfélag bankans
- Viðhald tengsla við núverandi viðskiptavini og öflun nýrra viðskiptasambanda
- Að framfylgja þjónustu- og sölustefnu bankans hverju sinni
- Ýmis önnur verkefni í samráði við næsta stjórnanda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf og/eða viðamikil reynsla og þekking á fyrirtækjamálum
- Þekking áhugi og tengingar inn í atvinnulíf svæðisins er kostur
- Þjónustulund og gott viðmót
- Frumkvæði, söludrifni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta og færni til að greina tækifæri í þróun stafrænna lausna
- Góð íslenskukunnátta og mikil samskiptahæfni
- Þekking á tryggingum fyrirtækja er kostur
Advertisement published3. December 2025
Application deadline16. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Skatturinn

Sérfræðingur í ársreikningagerð, uppgjörum og skattskilum
Grant Thornton

Rekstrarstýra Kvennaathvarfsins
Samtök um kvennaathvarf

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar
Mosfellsbær

Hefur þú brennandi áhuga á vefumsjón og markaðsmálum ?
Umhverfis- og skipulagssvið

Rekstrarstjóri umhverfis og veitna
Mosfellsbær

Sérfræðingur á fjármálasviði Eimskips
Eimskip

Sviðsstjóri fjármála
Múlaþing

Sviðsstjóri stjórnsýslu
Múlaþing

Vöru- og verkefnastjóri Boost.ai
Advania

Deildarstjóri Rauða krossins í Eyjafirði
Rauði krossinn við Eyjafjörð