Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts

Skatturinn leitar að áhugasömum sérfræðingum til að starfa með öflugum hópi starfsfólks á álagningarsviði í höfuðstöðvum Skattsins í Katrínartúni í Reykjavík. Meginhlutverk álagningarsviðs er álagning opinberra gjalda á einstaklinga og lögaðila og sinna þeim verkefnum sem því tengjast, þ.m.t. undirbúningi, þjónustu, eftirliti og afgreiðslu erinda og kæra. Um fullt starf er að ræða.

Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni er að ræða er varða skatteftirlit í virðisaukaskatti. Meðal annars úrvinnsla flókinna álitaefna og krefjandi verkefna sem fela í sér greiningu og eftirfylgni til að hindra skattundanskot, skoðun bókhaldsgagna, ritun bréfa og lögfræðilegra úrlausna.   

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði eða hagfræði, lágmarksmenntun er bakkalár gráða, meistaragráða er æskileg
  • Þekking á lögum, reglugerðum og framkvæmd er varðar virðisaukaskatt er kostur
  • Þekking á bókhaldi, reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu mál 
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
  • Hreint sakavottorð.
Fríðindi í starfi

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.

Advertisement published3. December 2025
Application deadline15. December 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Katrínartún 6
Type of work
Professions
Job Tags