
Nathan hf.
Nathan hefur flutt inn og dreift fjölbreyttu úrvali af vörum frá mörgum af þekktustu framleiðendum heims síðan árið 1912. Nathan byggir á góðu samstarfi við fyrirtæki sem leita eftir gæðavörum og áreiðanlegri þjónustu; hvort sem það eru stórar og smáar verslanir, stóreldhús eða matvælaframleiðendur.
Okkar markmið er að styðja við árangur viðskiptavina okkar með því að einfalda öll aðföng. Hjá Nathan starfar samhentur hópur fólks með mikla sérþekkingu við að tryggja öflugar heildarlausnir í aðföngum þar sem breitt vöruúrval, hagkvæmt verð, traust afgreiðsla og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi.

Vörumerkjastjóri á Snyrtivörusviði
Snyrtivörusvið Nathan leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna starfi vörumerkjastjóra.
Vörumerki Nathan eru meðal þeirra þekktustu í heiminum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón, uppbygging og markaðssetning vörumerkja á snyrtivörusviði
- Áætlanagerð, skýrslugjöf og eftirfylgni
- Ábyrgð á birgðastýringu, tekjum og framlegð í samstarfi við markaðsstjóra
- Samskipti við erlenda birgja, auglýsingastofu og viðskiptavini
- Samvinna við söluteymi og tengda aðila
- Greining markaða og tækifæra
- Önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta
- Haldbær reynsla af markaðsmálum og sambærilegum verkefnum
- Reynsla tengd snyrtivörugeiranum kostur
- Mjög góð samskiptafærni, frumkvæði og drifkraftur
- Áreiðanleiki, skipulagshæfileikar, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Mjög góð Excel kunnátta og greiningarhæfni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og rituð
- Hreint sakavottorð
Advertisement published2. December 2025
Application deadline10. December 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Klettagarðar 19, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Skatturinn

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Sérfræðingur á fjármálasviði Eimskips
Eimskip

Sérfræðingur í markaðsmálum
Krónan

Sölu- og markaðsstjóri
AVIS Bílaleiga

Þjónustufulltrúi
Maul

Machine Learning Engineer
Smitten

Upplýsingamiðlun og kynningarmál
Norðurorka hf.

Markaðsstjóri Fjölnis
Ungmennafélagið Fjölnir

Sérfræðingur í markaðssetningu
VÍS

Marketing Manager (Iceland)
Wolt

Verkefnastjóri miðlunar og markaðsmála
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi