
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) eru bakhjarl sveitarfélaganna í landshlutanum í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að blómlegri byggðaþróun, öflugu atvinnulífi, lifandi menningarlífi, uppbyggingu áfangastaða og markaðssetningu. Starfssvæði samtakanna nær yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dalabyggð. Hlutverk SSV er að styðja við sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi og vinna að uppbyggingu í samræmi við áherslur sveitarfélaganna og í takti við áherslur stjórnvalda um byggðamál.
Verkefnastjóri miðlunar og markaðsmála
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra miðlunar og markaðsmála. Við leitum að verkefnastjóra sem hefur metnað til að ná árangri, vinnur sjálfstætt og býr yfir góðri samskiptahæfni. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi og starfið getur kallað á ferðalög. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SSV.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun stefnu varðandi miðlun SSV og Markaðsstofu Vesturlands
- Umsjón og þróun heimasíðna SSV og Markaðsstofu Vesturlands
- Efnis- og textagerð sem og umsjón með vef- og samfélagsmiðlum
- Aðstoð og samhæfing í miðlunar- og upplýsingaverkefnum
- Skipulag og framkvæmd viðburða
- Almenn samskipti við samstarfsaðila, íbúa og hagsmunaaðila
- Samskipti við erlenda blaðamenn, ljósmyndara og áhrifavalda
- Markaðssetning á áfangastaðnum
- Þáttaka í stefnumótun og þróunarverkefnum
- Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur SSV
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af almannatengslum og miðlun
- Reynsla af markaðsstarfi og framleiðslu efnis fyrir ýmsa miðla
- Geta til að stýra fjölbreyttum verkefnum og viðburðum
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published19. November 2025
Application deadline5. December 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Markaðsstjóri Novo Nordisk
Vistor

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Sérfræðingur í markaðssetningu
VÍS

Marketing Manager (Iceland)
Wolt

Markaðsstjóri Fjölnis
Ungmennafélagið Fjölnir

Vilt þú láta gott af þér leiða um jólin? Frábærir möguleikar í fjáröflunar- og kynningarstarfi!
Matthildur - samtök um skaðaminnkun

Tökumaður & klippari (e.content creator)
Popp Up

Ert þú hugmyndaríkur textasmiður?
Birtíngur útgáfufélag

IT notendaumsjón (IT user support) hjá 66°Norður
66°North

Samfélagsmiðlar og sölumaður í verslun
DRM-LND

Sérfræðingur í netverslun (E-commerce Specialist)
FINDS

Sveriges ambassad söker assistent till ambassadören med delansvar för främjande
Sendiráð Svíþjóðar