Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Verkefnastjóri miðlunar og markaðsmála

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra miðlunar og markaðsmála. Við leitum að verkefnastjóra sem hefur metnað til að ná árangri, vinnur sjálfstætt og býr yfir góðri samskiptahæfni. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi og starfið getur kallað á ferðalög. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SSV.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun stefnu varðandi miðlun SSV og Markaðsstofu Vesturlands
  • Umsjón og þróun heimasíðna SSV og Markaðsstofu Vesturlands
  • Efnis- og textagerð sem og umsjón með vef- og samfélagsmiðlum
  • Aðstoð og samhæfing í miðlunar- og upplýsingaverkefnum
  • Skipulag og framkvæmd viðburða
  • Almenn samskipti við samstarfsaðila, íbúa og hagsmunaaðila
  • Samskipti við erlenda blaðamenn, ljósmyndara og áhrifavalda
  • Markaðssetning á áfangastaðnum
  • Þáttaka í stefnumótun og þróunarverkefnum
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur SSV
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af almannatengslum og miðlun
  • Reynsla af markaðsstarfi og framleiðslu efnis fyrir ýmsa miðla
  • Geta til að stýra fjölbreyttum verkefnum og viðburðum
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published19. November 2025
Application deadline5. December 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags