
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Sérfræðingur á fjármálasviði Eimskips
Við leitum að aðila með endurskoðandaréttindi eða reynslu í samstæðuuppgjörum á fjármálasvið. Fjármálasvið þjónustar starfsstöðvar Eimskips í 20 löndum um allan heim.
Við vinnum náið með öllum deildum Eimskips, bæði innanlands og erlendis, og krefst starfið því færni í mannlegum samskiptum, góðrar enskukunnáttu sem og að koma efni frá sér á skýran og áhugaverðan hátt.
Við leggjum mikla áherslu á bætingu ferla, aukna sjálfvirkni og gagnadrifna ákvarðanatöku og leitum við að aðila með ríkulega greiningahæfni og reynslu í samstæðuuppgjörum og er þekking á alþjóðlegum skattamálum kostur. Starfið er fjölbreytt, á spennandi vinnustað í alþjóðlegu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í ársfjórðungslegum uppgjörum fyrir félög innan samstæðu Eimskips sem felur í sér greiningar og framsetningu gagna.
- Vinnsla á virðisrýrnunarprófum og öðrum sjóðstreymisverkefnum.
- Verkefni sem snúa að alþjóðlegu skattaumhverfi samstæðunnar.
- Þátttaka í umbótarverkefnum til dæmis bestun ferla, þróun og innleiðingu á sjálfvirkum lausnum fyrir gagnatengingar og skýrslugerð.
- Veita stjórnendum stuðning við tölulegar upplýsingar.
- Önnur tilfallandi verkefni
Advertisement published1. December 2025
Application deadline14. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
Data analysisConscientiousIndependencePlanningCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Framleiðsluverkfræðingur
Embla Medical | Össur

Tækifæri í teymi jarðtækni
EFLA hf

Sérfræðingur í stjórnstöð
Landsvirkjun

Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Skatturinn

Viðskiptastjóri fyrirtækja á suður- og vesturlandi
Arion banki

Sumarstörf 2026
Verkís

Sérfræðingur í ársreikningagerð, uppgjörum og skattskilum
Grant Thornton

Rekstrarstýra Kvennaathvarfsins
Samtök um kvennaathvarf

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingur flugverndarbúnaðar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Vörumerkjastjóri á Snyrtivörusviði
Nathan hf.

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar
Mosfellsbær