EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Tækifæri í teymi jarðtækni

Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingi á sviði jarðtækni eða jarðverkfræði í teymi jarðtækni og jarðfræði á samfélagssviði EFLU. Jarðtæknilegar aðstæður eru nauðsynlegar grundvallarupplýsingar þegar kemur að hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er.

Sem sérfræðingur í teymi jarðtækni og jarðfræði fengir þú því tækifæri til að vinna að spennandi og fjölbreyttum verkefnum við undirbúningsrannsóknir, hönnun og framkvæmdaeftirlit.

Samfélagssvið EFLU er leiðandi í þróun og vinnslu ábyrgra lausna fyrir viðskiptavini til að bæta samfélagið út frá umhverfislegum, félagslegum og hagrænum sjónarmiðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Jarðtækni og grundun
  • Jarðvegsrannsóknir
  • Jarðfræði og bergtækni
  • Hönnun og eftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði jarðvísinda eða verkfræði, s.s. jarðtækni, jarðverkfræði eða önnur sambærileg háskólamenntun
  • Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
  • Reynsla notkun hönnunarforrita t.d. Geosuite, Geo5, Civil3D, AutoCad o.fl.
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • 3-5 ára starfsreynsla í faginu
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Advertisement published28. November 2025
Application deadline7. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags