
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Tækifæri í teymi jarðtækni
Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingi á sviði jarðtækni eða jarðverkfræði í teymi jarðtækni og jarðfræði á samfélagssviði EFLU. Jarðtæknilegar aðstæður eru nauðsynlegar grundvallarupplýsingar þegar kemur að hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er.
Sem sérfræðingur í teymi jarðtækni og jarðfræði fengir þú því tækifæri til að vinna að spennandi og fjölbreyttum verkefnum við undirbúningsrannsóknir, hönnun og framkvæmdaeftirlit.
Samfélagssvið EFLU er leiðandi í þróun og vinnslu ábyrgra lausna fyrir viðskiptavini til að bæta samfélagið út frá umhverfislegum, félagslegum og hagrænum sjónarmiðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Jarðtækni og grundun
- Jarðvegsrannsóknir
- Jarðfræði og bergtækni
- Hönnun og eftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði jarðvísinda eða verkfræði, s.s. jarðtækni, jarðverkfræði eða önnur sambærileg háskólamenntun
- Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
- Reynsla notkun hönnunarforrita t.d. Geosuite, Geo5, Civil3D, AutoCad o.fl.
- Frumkvæði og samskiptahæfni
- Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- 3-5 ára starfsreynsla í faginu
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Advertisement published28. November 2025
Application deadline7. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Leiðtogi starfsstöðva COWI á Austurlandi
COWI

Framleiðsluverkfræðingur
Embla Medical | Össur

Byggingarverk- eða tæknifræðingur í mannvirkjagerð
LNS Íslandi ehf.

Verkefnastjóri í mannvirkjagerð
LNS Íslandi ehf.

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Sérfræðingur í rekstri orkustjórnunarkerfis
Landsnet

Fyrirliði samhæfingarstjórnstöðvar
Landsnet

Improvement Specialist w. emphasis on AI (icel. umbótasérfræðingur)
Travel Connect

Vöru- og verkefnastjóri Boost.ai
Advania

Director of Device Technology – Center for New Technologies
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda og tæknimála
Atlas Verktakar ehf

Vörustjóri netlausna á fyrirtækjamarkaði
Síminn